Nemendur Oddeyrarskóla tóku upp á því í morgun að faðma Ráðhús Akureyrarbæjar í tilefni alþjóðlegs dags gegn kynþáttamisrétti. Nemendur skólans eru um 200 og náðu ekki utan um skólabygginguna og því var ákveðið að mynda hring í kringum Ráðhúsið sem er í grennd við skólann.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi á sínum tíma 21. mars sem alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti, til að minnast 69 mótmælenda sem voru myrtir þennan dag árið 1960, er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.
Akureyrarbær hlóð upp myndbandi á Facebook síðu sinni þar sem sést þegar nemendurnir mynda hring í kringum Ráðhúsið til að faðma það.
UMMÆLI