NTC

Handtekinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri

Karlmaður var handtekinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri í nótt. Samkvæmt lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og gekk berserksgang í biðstofu slysadeildar áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og að fæðingardeildinni.

Samkvæmt mbl.is barst lögreglu tilkynning um manninn klukkan 3:40 í nótt. Þá hafði hann brotið innstokksmuni á biðstofu sjúkrahússins og rokið út. Í kjölfarið braut hann rúðu til þess að komast inn á sjúkrahúsið sjálft og gekk þar um ganga þar til hann endaði á fæðingardeildinni.

Þar var hann hand­tek­inn og flutt­ur í fanga­klefa. Hann verður yf­ir­heyrður þegar ástand hans lag­ast en maður­inn á við veik­indi að stríða. Lög­regl­an seg­ir að eng­inn hafi slasast.

Sambíó

UMMÆLI