Framsókn

Jenný Lára er nýr verkefnastjóri sumarhátíða Akureyrarbæjar

Jenný Lára Arnórsdóttir leikstjóri, leikari og framleiðandi mun verkstýra Jónsmessuhátíð, Listasumri og Akureyrarvöku í samvinnu við Akureyrarstofu og Listasafnið á Akureyri.

Jenný Lára var valin úr hópi 11 umsækjenda um stöðuna en hún útskrifaðist sem leikari og leikstjóri frá The Kogan Academy of Dramatic Arts í London árið 2012. Hún hefur starfað sem leikstjóri bæði hjá sjálfstæðum atvinnuleikhópum sem og áhugaleikhópum.

Jenný Lára er meðlimur í leikhópnum Umskiptingar, sem er atvinnuleikhópur sem starfar á Norðurlandi en hún sá um framleiðsluna á fyrsta verki þeirra Framhjá rauða húsinu og niður stigann. Einnig leikstýrði hún og framleiddi gamanóperuna Piparjúnkan og þjófurinn sem sýnd var í Samkomuhúsinu á Akureyrarvöku 2017.

Dagskrá sumarsins hefst kl.12 þann 23. júní á Jónsmessuhátíð sem er sólarhringshátíð þar sem fjöldi fólks og fyrirtækja taka þátt í töfrandi og spennandi dagskrá. Daginn eftir hefst svo Listasumar sem stendur yfir í allt sumar og einkennist af listsýningum, tónleikum, gjörningum og listasmiðjum. Sumarævintýrinu lýkur svo á afmælishátíð Akureyrarbæjar, Akureyrarvöku 24. – 25. Ágúst

Líkt og á síðasta ári þá er stefnt á fjölbreytta og áhugaverða viðburði fyrir alla aldurshópa og spennandi listasmiðjur fyrir börn og unglinga. Við hvetjum alla góða hugmyndasmiði til að senda okkur hugmyndir og vangaveltur á viðeigandi netföng, jonsmessa@akureyri.islistasumar@akureyri.is og akureyrarvaka@akureyri.is

VG

UMMÆLI