Framsókn

Stefna á að styrkja stöðu Grímseyjar

Í nóvember í fyrra voru samþykktar aðgerðir sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga af ríkisstjórninni. grimseyAðgerðaráætlunin var fjórþætt. Styrkja stöðu útgerðar í Grímsey, bæta samgöngu, vinna að hagkvæmnisathugun á lækkun húshitunarkostnaðar og koma Grímsey inn í byggðarþróunarverkefnið Brothættar byggðir. Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur nú skorað á innanríkisráðherra að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd.

Á síðasta ári fékk Grímsey inngöngu í Brothættar byggðir. Unnið er að aðgerðaráætlun fyrir eynna og stefnt er að því að kynna verkefnið Glæðum Grímsey fyrir íbúum í október. Samkomulag um 400 tonna byggðakvóta til þriggja ára sem útgerðirnar í eyjunni skipta á milli sín tókst svo í vor. Vinna að hagkvæmnisathugun á lækkun húshitunarkostnaðar er svo í fullum gangi og búist við niðurstöðum hvað á hverju. Grímsey er eina þéttbýlið á Íslandi sem kynnt er með olíu og er kostnaðurinn það mikill fyrir íbúa eyjunnar.

Sérstök fjárveiting á að fjölga ferðum til Grímseyjar bæði með Grímseyjarferjunni og flugerðum. Einnig á að koma á afslætti í þessar ferðir fyrir íbúa eyjarinnar. Vegagerðin stefnir á að auglýsa útboð á ferjusiglingum milli Dalvíkur og Grímseyjar á næstu vikum.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó