Á næstu vikum verður maíspokum fyrir matarafganga dreift á heimili Akureyrarbæjar. Heimili eiga rétt á allt að 150 pokum á ári. 100 pokum verður dreift á heimilin á næstu vikum en hina 50 pokanna er mögulegt að nálgast allt árið hjá Gámaþjónustu Norðurlands að Hlíðarvöllum.
Í tilkynningu á vefsíðu Akureyrarbæjar segir einnig að hægt sé að kaupa fleiri poka hjá Gámaþjónustunni og í helstu matvöruverslunum bæjarins.
Maíspokar eru taldir umhverfisvænni í notkun en venjulegir plastpokar og brotna fyrr niður í náttúrunni.Smelltu hér til þess að lesa samanburð á plastbpokum og maíspokum á Vísindavefnum.
UMMÆLI