Alþjóðlegur baráttudagur kvenna á Akureyri

Mynd: Heimasíða Háskólans á Akureyri

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, fimmtudaginn 8. mars, verður haldinn hádegisfundur í anddyri Borga við Norðurslóð á vegum Zonta-klúbbanna á Akureyri og Jafnréttisstofu. Húsið verður opnað kl. 11.30 og dagskráin hefst kl. 11.55.

Kastljósinu verður beint að viðbrögðum íþróttahreyfingarinnar við #MeToo-byltingunni. Fundarstjóri verður Ragnheiður Runólfsdóttir ólympíufari og sundþjálfari og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra ávarpar fundinn.

Frummælendur:

  • Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri: Íþróttir í öruggu umhverfi
  • Anna Soffía Víkingsdóttir Judokona og sérfræðingur hjá RHA: #MeToo, áhrif byltingar

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og léttar veitingar innifaldar. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur til Aflsins.

Gestir eru hvattir til að taka með sér fundargest af gagnstæðu kyni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó