Fjórum mönnum bjargað úr sjó

Frá vettvangi. Mynd Lögreglan á Norðurlandi eystra

Fjórum mönnum var bjargað úr sjó í gær skammt frá Dalvík eftir að bátur þeirra hvolfdi. Neyðarlínunni barst tilkynning um kl 16 í gær. Mennirnir voru þá búnir að komast í klettafjöru við Hálshorn en voru í sjálfheldu í fjörunni.
Fjölmennt lið viðbragðsaðila var fljótt á staðinn og hífðu mennina upp klettanan og fluttu á sjúkrahús með sjúkrabifreiðum, þá voru þeir orðnir mjög kaldir og þrekaðir eftir að hafa synt tugi metra í land.
Allir voru þeir með meðvitund og gengu sjálfir í bílana.
Bátinn rak á land skömmu síðar og tókst björgunarsveitarmönnum að rétta bátinn við aftur og koma honum inn í höfnina á Dalvík.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó