Andri Fannar Gíslason tugþrautarmaður úr KFA tekur um næstu helgi þátt í finnska meistaramótinu í Sjöþraut, innanhúss. Mótið fer fram í Jyvaskyla í Finnlandi.
Mótið fer fram á tveimur dögum. Keppt verður í fjórum greinum á fyrri degi og þremur á þeim seinni. Keppnisgreinarnar eru 60m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk,- 60m grindahlaup, stangarstökk og 1000m hlaup.
Andri hefur tekið miklum framförum undanfarin misseri í greinunum. Hann keppti um nýliðna helgi í einstaklingskeppni MÍ og náði verðlaunum.
Sjá einnig:
UMMÆLI