Framsókn

Ungmenni úr Eyjafirði frumsýna leikrit

listina-ad-lifa-800x600

Leikhópurinn glæsilegi. Mynd: www.mak.is

Næsta leikrit, leikhópur sem skipaður er ungu fólki úr Eyjafirði frumsýnir leikrit sitt, Listin að lifa næstkomandi föstudag í Samkomuhúsinu.

Leikritið er í leikstjórn Sindra Snæs Konráðssonar. Menningarfélag Akureyrar segist stolt yfir því að fá tækifæri til að rækta og fóstra hæfileika ungs listafólks á norðurlandi. Raddir unga fólksins séu mikilvægar og nauðsynlegt sé því að skapa tækifæri fyrir ungt fólk.

Listin að lifa er spennandi ástarsaga sem fjallar um Frey, ungan strák sem er að koma út úr skápnum og þær raunir sem hann þarf að takast á við.

Leikhópurinn var stofnaður sumarið 2014 og hefur áður sýnt leiksýninguna ,,Sértu velkominn heim“, en þau sýndu hana um borð í Húna II. Í janúar 2015 sýndu þau verk sem þau skrifuðu sjálf sem kallaðist ,,Ævintýri í Inniskógi“ sem var samblanda af sígildum ævintýrum. ,,Listin að lifa“, er því þriðja sýning hópsins og nú hefur leikstjórinn Sindri Snær bæst í hópinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó