Um helgina fer fram Sigló Hótel – Benecta mót BF í blaki. Mótið hefur verið að stækka undanfarin ár og árið í ár er engin undantekning. Á mótinu í ár munu 59 lið taka, þar af 42 kvennalið og 17 karlalið. Rúmlega 420 keppendur eru skráðir til leiks og spilaðir verða 145 leikir. Þessi fjöldi liða gerir mótið að stærsta helgarmóti landsins á keppnistímabilinu.
Mótið hefst óformlega kl 17:00 í dag, föstudaginn 23. febrúar, með leik BF og Fylkis í 1.deild karla í íþróttahúsinu á Siglufirði en formlega hefst mótið með leikjum kl 19:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði og á Ólafsfirði. Spilað verður til rúmlega 23:00 á föstudagskvöldinu og á laugardeginum er svo spilað frá 08:00 til ca. 18:00 í báðum íþróttahúsunum.
Sjö lið frá BF taka þátt á mótinu, þ.e. tvö karlalið og fimm kvennalið og hægt verður að fylgjast með leikjum og úrslitum leikja hér.
Lokahóf mótsins fer svo fram á laugardagskvöldinu og eru yfir 200 manns skráð á hófið sem fram fer á Rauðku. Áhugafólk getur líka fylgst með upplýsingum um mótið á facebooksíðu þess: Sigló Hótel – Benecta mót BF 2018
UMMÆLI