NTC

Listasmiðja með Ninnu Þórarinsdóttur

Sunnudaginn 25. febrúar kl. 11-12 heldur Ninna Þórarinsdóttir listasmiðju í tengslum við sýninguna Sköpun bernskunnar 2018, sem verður opnuð laugardaginn 24. febrúar kl. 15. Þar mun Ninna kenna hvernig hægt er að skapa nútímalegt hljóðfæri úr umbúðum og allskonar hlutum sem misst hafa fyrra gildi sitt.

Ninna Þórarinsdóttir er hönnuður og myndskreytir sem útskrifaðist með BA í hönnun frá Design Academy Eindhoven árið 2006. Hún sérhæfir sig í myndskreytingum, munstrum og leikfangahönnun. Hún notar oft hljóð og hreyfingu í verkefnum sínum sem eru full af lífi, litum og sögum. Búbbaflautur Ninnu hafa hlotið verðskuldaða athygli og verða þær til sýnis á sunnudaginn. Aðgangur er ókeypis og engin skráning.

Sambíó

UMMÆLI