Hætta með beint flug til Keflavíkur

Flugfélagið Air Iceland Connect mun hætta að bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkur. Ástæðan er sú að ekki er næg eftirspurn eftir fluginu, að sögn Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect. Flugfélagið hættir einnig að fljúga til Belfast í Norður-Írlandi og Aberdeen í Skotlandi. Túristi greindi fyrst frá.

Að meðaltali er flogið fimm til sex sinn­um í viku frá Ak­ur­eyri til Kefla­vík­ur til að ná morg­un­flug­inu frá Kefla­vík. Þetta er sam­kvæmt vetr­aráætl­un flug­fé­lags­ins. Árni bend­ir á að efna­hags­ástand Bret­lands, einkum eft­ir Brex­it, hef­ur sett strik í reikn­ing­inn.

Breyt­ing­ar verða einnig á flugi flug­fé­lags­ins til Græn­lands og það mun ekki fljúga til Kan­gerlussu­aq í sum­ar og ferðirn­ar til Nars­ar­su­aq fær­ast til Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Aðrar áætlan­ir til Græn­lands munu halda sér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó