Nýtt lag og myndband frá Pitenz 

Nýtt lag og myndband frá Pitenz 

Í gær, 13. mars, kom út ásamt tónlistarmyndbandi lagið „Fotoapéritif“ með Pitenz og er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. Akureyringurinn og raftónlistarmaðurinn Áki Frostason (Pitenz) syngur lagið á frönsku, og er myndbandið tekið upp í Melbourne í Ástralíu í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Folding House Productions.

Lagið er af væntanlegri Pitenz plötu sem ber heitið „7″, þar sem engin tvö lög eru sungin á sama tungumáli, en Áki er talandi á sjö tungum. Fotoapéritif er dansvænt og dularfullt raf-popp með seiðandi söng, sér-sniðið úr analog hljómgerflum. 

Hægt er að forpanta eintak af 7 á kassettu á vefverslun MBS https://mbs.glaze.is/merch

Hlekkur á myndband: https://www.youtube.com/watch?v=jdnTcYW1uwE

Hlekkur á spotify: https://open.spotify.com/album/3lHq6r7GXaqtHvzWLc2Mdh?si=Wo-HzUFYRXyVCo2kKl2wqQ

Sambíó
Sambíó