Gul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og eystra og á Miðhálendinu fyrri partinn í dag vegna krapprar lægðar og suðvestanhríðar. Viðvörunin er í gildi fram yfir á hádegi á Norðurlandi eystra. Ferðaveður er varasamt. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem einnig eru veðurhorfur í dag:
Suðvestan 10-18 m/s og él, en hægara og skýjað með köflum norðaustanlands. Hvessir talsvert um tíma norðantil um morgnuninn.
Sunnan og suðvestan 8-15 eftir hádegi og fer að rigna víða um land, en þurrt að kalla fyrir austan. Bætir í vind og úrkomu í kvöld með hita 2 til 7 stig.
Suðvestan 10-18 og él á morgun, en 13-20 um kvöldið, hvassast við suðvesturströndina. Hægara og bjart norðaustantil. Hiti víða 0 til 5 stig.