Anna María Alfreðsdóttir með brons á EM

Anna María Alfreðsdóttir með brons á EM

Anna María Alfreðsdóttir úr ÍF Akur frá Akureyri fékk brons í trissuboga kvenna liðakeppni og endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni í meistaraflokki á Evrópumeistaramótinu í bogfimi innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar. Þetta voru önnur önnur brons verðlaunin sem Anna hefur unnið á EM á sínum ferli.

Í einstaklingskeppni var Anna slegin út í 16 manna úrslitum af Giulia Di Nardo frá Ítalíu 149-143. Anna átti flottan leik en Giulia skoraði 1 stigi frá fullkomnu skori. Anna endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni EM í meistaraflokki. Sú Ítalska tók bronsið síðar á mótinu.

Í liðakeppni trissuboga voru þær Freyja, Eowyn og Anna ekki langt frá því að komast í úrslitaleikinn. Í undanúrslitum gegn heimaþjóðinni á heimavelli endaði leikurinn 233-227. Ítalía tók titilinn á móti Tyrklandi og Ísland tók bronsið.

Akureyringar náði fínum árangri á mótinu en auk bronsins sem Anna nældi í náði Benedikt Máni Tryggvason í 6. sæti í liðakeppni í trissuboga karla á sínu fyrsta stórmóti. Með honum í liði var Alfreð Birgisson, einnig úr ÍF Akur.

Izaar Arnar Þorsteinsson endaði í 7 sæti berboga karla liðakeppni, Georg Elfarsson endaði í 17 sæti í sveigboga karla og Ari Emin Björk endaði í 17 sæti í sveigboga U21 karla.

Nánar má lesa um mótið og árangur Íslendinga á archery.is

Sambíó
Sambíó