Nú hefur Kaffið hafið skemmtilegt samstarf við Fasteignasölu Akureyrar. Í kjölfar þess mun Kaffið reglulega birta spennandi fasteignir á vefnum.
Eyrarvegur 14 er 3-4 herbergja einbýlishús á einni hæð, ásamt rúmgóðum bílskúr. Samtals er eignin 133 fermetrar, þar af er bílskúrinn 48 fermetrar. Forstofan er með flísum á gólfi og gólfhita, og er opið inn í þvottahús sem einnig er með flísum og gólfhita. Í eldhúsinu er innrétting með viðaráferð, eldavél með keramikhelluborði og harðparket er á gólfi. Stofan/borðstofan er með harðparketi á gólfi og útgengt á góðan sólpall til suðurs. Tvö rúmgóð svefnherbergi eru með harðparketi á gólfum og er stór fataskápur í öðru herberginu. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, ásamt baðkari með sturtu og vegghengdu salerni. Bílskúrinn er með máluðu gólfi, upphitun, heitu og köldu vatni, rafknúinni bílskúrshurð og gönguhurð. Í bílskúrnum er innréttað herbergi með parketi á gólfi. Lóðin er stór og góð með ca. 10 fermetra geymsluskúr sem er ekki inn í fermetratölu íbúðarinnar. Frábær staðsetning – mjög miðsvæðis í bænum, stutt í skóla, leikskóla og alls konar verslanir og þjónustu. Skipt var um þak og einangrað með steinull á árunum 1980-1990, frárennslislagnir undir húsi voru endurnýjaðar á árunum 2000-2005, nýjar þakrennur voru settar upp árið 2014, rafmagnstafla er nýleg og gólfhiti var settur í húsið árið 2021. Einnig var skipt um glugga og gönguhurðir í bílskúrnum árið 2021. Þetta fallega einbýlishús býður upp á þægilegt fjölskyldulíf á eftirsóttum stað á Akureyri.
Opið hús sunnudaginn 16. febrúar kl. 15-15:30.
Ásett verð: 72.900.000kr
Fyrir frekari uppplýsingar hafið samband við Arnar Guðmundsson hjá Fasteignasölu Akureyrar.



