Tímavél: Kökuboð hjá Þóri

Skjáskot úr myndbandinu: Kökuboð hjá Þóri.

Nú styttist í einn af uppáhaldsdögum margra íslendinga, bolludaginn, og því lá beinast við að minna á þetta ódauðlega lag Alberts Sigurðssonar og Þóris Bergssonar. Kökuboð hjá Þóri varð á stuttum tíma gríðarlega vinsælt og mátti heyra ungu kynslóðina raula texta lagsins í hvert sinn sem það stefndi í kökuboð af einhverju tagi. Lagið fagnar 8 ára afmæli þann 14. mars n.k. og við teljum það bara verða betra með árunum.Við vonum að allir fái einhverntíman að fara í kökuboð hjá Þóri.

,,Býrðu einn í Kvisthaga eins og einhver fokking greifi?
Nei það væri kannski betra að hringja í mömmu og fá leyfi“

,,Hversu margir dóu aftur þegar fokking Hekla gaus?
Ég hata sögu Íslands, ég er orðinn bensínlaus“

,,Ekkert kynferðislegt bara frekar venjulegt“

Hér að neðan má hlusta og horfa á Kökuboð hjá Þóri.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó