Ummerki óveðursins eru greinileg um allan bæMynd/RÚV -Selma Margrét Sverrisdóttir

Ummerki óveðursins eru greinileg um allan bæ

Ofsaveður gekk yfir Akureyri og nágrenni í gær og dag og var rauð veðurviðvörun í gildi fyrir Norðausturland frá kl. 10 til 16 í dag. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður féll skólahald ekki niður á Akureyri en ferliþjónusta var aftur á móti felld niður. Starfsmenn Akureyrarbæjar voru ræstir út snemma í morgun til að takast á við afleiðingar veðursins en mikið hefur hlýnað og úrkoma hefur valdið vatnavöxtum og flóðum í bænum.

Bæjarstarfsmenn hafa haft í nógu að snúast við að hreinsa frá ræsum, þar á meðal í Lækjargili þar sem lækurinn fór upp úr farveginum. Ummerki óveðursins eru greinileg um allan bæ en hláka og hellirigning valda mestum vandræðum. Mikið vatn flæðir um götur innbæjarins og allt er á floti við Iðnaðarsafnið. Hægt er að sjá fregnir af öllu landinu á Fréttavakt RÚV.

Sambíó
Sambíó