Glitský á Akureyri – MYNDIR

Glitský á Akureyri – MYNDIR

Það er ekki lengra síðan en 12. desember þegar Kaffið setti myndir af glitskýjum inn á vefinn. Þessi sjaldgæfu veðurfyrirbrigði virðast ekki svo sjaldgæf hér á Norðurlandi en bæði í dag og í gær hafa glitský verið mynduð af mörgum og deilt á samfélagsmiðla. Hér að neðan má sjá myndir og myndband sem Kaffið fékk sent af gífurfögrum himninum í dag.

Glitský myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu og sjást þess vegna frekar hér á norðurhveli jarðar, sérstaklega um hávetur. Áhugasamir geta nálgast frekari fróðleik um glitský hjá Veðurstofu Íslands með því að smella hér.

Sambíó
Sambíó