Gæludýr.is

Slökkvilið Akureyrar kallað út yfir 4 þúsund sinnum árið 2024

Slökkvilið Akureyrar kallað út yfir 4 þúsund sinnum árið 2024

Slökkvilið Akureyrar var kallað út 4.171 sinni árið 2024 að því er fram kemur í nýbirtri samantekt á heimasíðu slökkviliðsins. Fjallað er um málið á vef Akureyrarbæjar.

Varðliðið sinnti 3.066 sjúkraflutningum á landi árið 2024 en af þeim voru 29% útkalla í forgangi F1 og F2. Farið var í 282 flutninga út fyrir starfssvæði liðsins og er það aukning um 38% frá árinu 2023. Fækkun var á útköllum vegna erlendra ferðamanna milli ára um 14%.

Sjúkraflugið er stór hluti af starfsemi liðsins en farið var í 943 sjúkraflug á árinu 2024 með 973 sjúklinga. Það er aukning um 3% á milli ára. Um 44% ferða sjúkraflugsins árið 2024 voru í forgangi F1 og F2. Í 6,4% tilfella var flogið með gjörgæslusjúkling og í 7% tilfella var flogið með fleiri en einn sjúkling. Alls var flogið með 33 sjúklinga í 30 flugferðum þar sem upphafs- eða áfangastaður flugs var utan landsteina Íslands.

Dælubílar voru kallaðir út 162 sinnum árið 2024 og er það 17% aukning frá árinu 2023.

Sambíó
Sambíó