Unnur Stella opnar sýningu á Bókasafni HA

Unnur Stella opnar sýningu á Bókasafni HA

Sýningin Fimm skref opnar fimmtudaginn 16. janúar kl. 16:00 á Bókasafni HA – léttar veitingar í boði.

Lífið er ferðalag. Í þessari sýningu birtast fimm fyrstu skrefin í ferðalagi Unnar Stellu Níelsdóttur. Ferill hennar hófst 2020 en árið 2021 stofnaði hún Start Studio og vinnur undir því nafni, mest með akrýl á striga, leir og litríka pallettu. Málverkin á sýningunni eru verk frá síðastliðnum fimm árum og sýna þróun listakonunnar á þeim tíma. Unnur lærði myndlist og keramik í Flórens á Ítalíu og hönnun á Spáni, auk þess að vinna og nema á ýmsum hornum heims, þar á meðal í New Orleans og Malmö.

Unnur Stella Níelsdóttir er listmálari og leirlistakona frá Akureyri. Hún stofnaði Start Studio árið 2021 og vinnur undir því nafni, mest með akrýl á striga, leir og litríka pallettu. Ástríða hennar fyrir list og hönnun hefur leitt hana í ýmsar áttir og veitt henni dýrmæta reynslu. Unnur lærði myndlist og keramik í Flórens á Ítalíu og hönnun í Marbella á Spáni, auk þess að vinna og nema á stöðum á borð við New Orleans og Malmö. Á Ítalíu gaf hún sér loksins tíma í að einbeita sér að listinni og setja hana í fyrsta og mikilvægasta sætið.

Í dag vinnur Unnur mikið með manngervingu dýra og málar til dæmis uppáklædda ketti í mennskum aðstæðum. Það sem heillar hana við kettina er að þeir eru óútreiknanlegir og hafa mikið sjálfstraust. Þeir gera það sem þeim sýnist og hafa ekki of miklar áhyggjur af skoðunum annarra. Gestrisni, næring sálar og líkama veitir Unni einnig innblástur, þar sem matur og drykkur er borinn fram á borðum og bíður gesta, til að njóta í samveru og gleði.

Sýningin verður opin á opnunartíma Bókasafnsins sem er 8–16 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á þriðjudögum og fimmtudögum er opið frá 8–18.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó