Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA og Jula Bonet Carreras úr blakdeild KA voru í gær kjörin íþróttafólk KA fyrir árið 2024. var í dag kjörinn íþróttakarl KA fyrir árið 2024.
„Julia Bonet er íþróttakona KA þetta árið en hún átti frábært tímabil er KA varð Deildar- og Íslandsmeistari kvenna í blaki árið 2024. Julia er afar mikilvægur leikmaður fyrir KA en hún er kantsmassari sem skilar mörgum boltum beint í gólf hjá andstæðingunum. Hún var í liði ársins í úrvalsdeild hjá Blaksambandinu og var valin besti erlendi leikmaðurinn í deildinni sem sýnir hve mögnuð hún er. Julia er jákvæð, hvetjandi og góður liðsfélagi sem okkar ungu og efnilegu stúlkur líta upp til,“ segir um Juliu á vef KA.
„Alex Cambray er vel að heiðrinum kominn en hann átti afbragðs ár í sinni íþrótt, kraftlyftingum. Hann setti nokkur Íslandsmet, náði fremsta árangri allra karlkyns keppanda á alþjóðamótum, ásamt því að hafa sigrað öll innlend mót ársins í búnaði óháð þyngdarflokki,“ segir um Alex á vef KA en ítarlega umfjöllun um verðlaunaafhendinguna og þau bæði má finna þar.
Annar í kjörinu á íþróttakarli ársins hjá KA var knattspyrnumaðurinn Hans Viktor Guðmundsson og þriðji var handknattleiksmaðurinn Daði Jónsson.
Önnur í kjörinu á íþróttakonu KA árið 2024 var lyftingakonan Drífa Ríkarðsdóttir og þriðja var handknattleikskonan Anna Þyrí Halldórsdóttir.
Eins og venja er voru það fyrrum formenn KA sem sáu um úthlutunina en að þessu sinni mættu þau Hermann Sigtryggsson og Hrefna G. Torfadóttir ásamt núverandi formanni honum Eiríki S. Jóhannssyni.
UMMÆLI