Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur sett gömlu heilsugæslustöðina á Akureyri, Hafnarstræti 99-101, á sölu ásamt öllu því sem eigninni fylgir.
Á vb.is kemur fram að upphaflega hafi húsið verið byggt árið 1961 sem deildaskipt verslunarmiðstöð með inngangi á 5. hæð við Gilsbakkaveg og á 1. hæð við Hafnarstræti 97. Birt stærð er 1.926,5 fermetrar. Eignarhluturinn er á fjórum hæðum ásamt tveimur lyftum, hvor í sínum stigaganginum, og vörulyftu sem er samnýtt með öðrum í húsinu. Fasteignamat er 339,7 milljónir en ríkið óskar eftir tilboðum.
Húsið þarfnast viðhalds að utan en hefur fengið ágætis viðhald að innan.
„Eign á besta stað, miðsvæðis á Akureyri og spennandi verkefni fyrir verktaka eða laghenta að gera eignina íbúðarhæfa eða fyrir aðra starfsemi,” segir í fasteignaauglýsingu ríkisins.
Nánar á vef Viðskiptablaðsins.
UMMÆLI