Píludeild Þórs á Akureyri á 11 einstaklinga í landsliðsúrtakshóp fyrir næsta verkefni íslenska landsliðsins í pílukasti. 7 karla og 4 konur í hópnum koma frá Píludeild Þórs.
Hópurinn mun á næstum mánuðum æfa saman og í framhaldi verður lokahópur landsliðsins valinn. Þau sem hafa verið valin í landsliðsúrtakshópinn munu keppast um að komast í landslið karla og kvenna sem taka þátt í WDF World Cup 2025 sem fer fram í Suður-Kóreu síðar á árinu.
Úrtakshópurinn samanstendur í heildina af 26 körlum og 18 konum. Eftirfarandi aðilar voru valdir frá Píludeild Þórs:
Karlar: Valþór Atli Birgisson, Viðar Valdimarsson, Óskar Jónasson, Edgars Kede Kedza, Ágúst Örn Vilbergsson, Garðar Gísli Þórisson og Sigurður Brynjar Þórisson.
Konur: Ólöf Heiða Óskarsdóttir, Dóra Óskarsdóttir, Kolbrún Gíga Einarsdóttir og Sunna Valdimarsdóttir
UMMÆLI