Knapar ársins 2024 hjá Létti

Knapar ársins 2024 hjá Létti

Þann 30. desember voru knapar ársins kjörnir hjá Hestamannafélaginu Létti og eru þeir taldir upp hér að neðan. Félagið tilnefndi einnig tvo aðila til nafnbótarinnar íþróttamaður og íþróttakona Akureyrar 2024 og eru það Höskuldur Jónsson og Auður Karen Auðbjörnsdóttir.

Knapi ársins í meistaraflokki er Höskuldur Jónsson.

Knapi ársins í áhugamannaflokki er Mathilde Larsen.

Knapi ársins í ungmennaflokki er Auður Karen Auðbjörnsdóttir.

Skeiðknapi ársins er Hinrik Ragnar Helgason.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó