Matthías Kristinsson er skíðamaður ársins 2024

Matthías Kristinsson er skíðamaður ársins 2024

Sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna fór fram í Silfurbergi í Hörpu laugardaginn 4. janúar 2025. Þar voru afhentar viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda þar sem að Matthías Kristinsson var valinn skíðamaður ársins árið 2024.

Matthías sem er 19 ára gamall var einnig útnefndur íþróttamaður Fjallabyggðar árið 2024 æfir með Skíðafélagi Ólafsfjarðar og NTG Geilo í Noregi. Hann bætti stöðu sína verulega á heimslista á þessu ári. Hann fór frá því að vera númer 444 á heimslista í svigi í númer 198.

„Matthias æfir og keppir af miklum krafti í Noregi samhliða því að æfa og keppa með Skíðalandsliði Íslands. Hann sýndi mikinn styrk á alþjóðlegum mótum erlendis í vetur þar sem hann var 18 sinnum í top 10, þar af 5 sinnum á palli og með 2 sigra. Einnig byrjar hann nýtt keppnistímabilið af krafti með því að bæta punktastöðu sína í stórsvigi,“ segir á vef Skíðasambands Íslands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó