Gæludýr.is

Orri aftur til ÞórsMynd/Þór

Orri aftur til Þórs

Knattspyrnudeild Þórs hefur gert eins árs samning við Orra Sigurjónsson og snýr hann aftur til Þórs eftir að hafa leikið með Fram síðustu tvö tímabil. Orri spilaði 23 leiki fyrir Fram og skoraði þrjú mörk.

Orri hafði leikið allan sinn feril með Þór og var valinn besti leikmaður liðsins sumarið 2022 á lokahófi félagsins það ár. Alls hefur hann leikið 253 leiki í meistaraflokki hér á landi, þar af 38 í efstu deild. Orri er í tólfta sæti yfir leikjahæstu leikmenn Þórs frá upphafi.

Við bjóðum Orra hjartanlega velkominn heim í Þorpið!“ segir á vefsíðu Þór þar sem tilkynningin kom fram.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó