NTC

Matargjafir styrktu fjölskyldur fyrir ríflega 7 milljónir

Matargjafir styrktu fjölskyldur fyrir ríflega 7 milljónir

Sigrún Steinarsdóttir og aðrir sjálfboðaliðar Matargjafa Akureyrar og nágrennis aðstoðuðu fjölskyldur fyrir jólin í ár líkt og undanfarin 10 ár. Rúmlega 200 fjölskyldur nýttu sér hjálp matargjafa í ár sem er svipað og á síðasta ári.

Sigrún Steinarsdóttir þakkar þeim sem hafa hjálpað til í færslu í Facebook hóp matargjafa í dag. „Það eru mörg börn og fullorðnur sem munu eiga gleðileg jól vegna ykkar. Takk innilega fyrir að aðstoða okkur þessi 11. jól, þið eruð yndisleg,“ skrifar Sigrún.

Meðal fjárhæð á fjölskyldu sem fékk aðstoð frá matargjöfum var 35 þúsund krónur sem þýðir að samtals söfnuðust 7 milljónir króna í styrki fyrir þá sem þurftu aðstoð fyrir jólin. Auk þess styrktu Matargjafir fjölskyldur í formi mats, skógjafa og jólagjafa. Ótrúlegt.

Sambíó

UMMÆLI