NTC

Tilnefningar til manneskju ársins árið 2024

Tilnefningar til manneskju ársins árið 2024

Líkt og undanfarin ár stendur Kaffið.is fyrir vali á manneskju ársins frá Akureyri og nágrenni. Í ár gátu lesendur tilnefnt manneskjur og bárust fjölmargar tilkynningar til okkar.

Hér að neðan má lesa um þá tíu einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar og lesendur geta svo neðst í greininni kosið á milli þeirra. Úrslit verða tilkynnt hér á Kaffið.is á gamlársdag.


Guðmundur Smári Gunnarsson og Skúli Lórenz Tryggvason

Sjúkraflutningsmennirnir Guðmundur Smári og Skúli Lórenz sýndu einstaka góðmennsku og hjartahlýju í starfi þegar þeir lögðu krók á leið sína fyrir skjólstæðing og gerðu henni kleyft að heimsækja leiði maka síns á fæðingardegi hans.

Fjallað var um málið í frétt á Akureyri.net sem má lesa hér:  https://www.akureyri.net/is/moya/news/trillad-i-kirkjugardinn-a-sjukraborunum


Kristín Sólveig Bjarnadóttir

Hjúkrúnarfræðingurinn Kristín Sólveig hefur á árinu veitt fólki á Gaza svæðinu fjárhagsaðstoð og sálgæslu. Hún stýrir nú söfnun fyrir yfir 30 barnafjölskyldur á Gaza og veitir þeim andlegan og fjárhagslegan stuðning.

Vikublaðið fjallaði um átak Kristínar í grein sem má lesa hér: https://www.vikubladid.is/is/frettir/snyst-um-ad-gripa-tha-neyd-sem-er-staerst-thann-daginn


Sigrún Steinarsdóttir

Sigrún hefur nú í tíu ár hjálpað mörg hundruð fjölskyldum á Akureyri með framtakinu Matargjafir á Akureyri og nágrenni. Sigrún stefndi á að taka sér hlé á árinu en kom tvíefld til baka og eru matargjafir nú komnar með nýtt tímabundið húsnæði sem gera það auðveldara fyrir starfsemina að aðstoða fjölskyldur og fólk sem þarf á því að halda.


Jóhannes Bjarnason

Jóhannes er formaður Hollvina Sjúkrahússins á Akureyri sem hafa frá árinu 2013 verið ómetanleg fyrir starf SAk. Á árinu hafa Hollvinir til dæmis afhent Barnadeild sjúkrahússins nýjan hitakassa og  rannsóknarstofu lífeðlisfræðideildar SAk nýtt öndunarmælingartæki ásamt mörgu öðru sem hjálpar til við alla starfsemi sjúkrahússins.


Halldór Kristinn Harðarson

Halldór Kristinn brennur fyrir því að gera miðbæinn á Akureyri lifandi og skemmtilegri. Halldór hefur á árinu barist fyrir því að gera miðbæinn notalegri fyrir bæjarbúa ásamt því að standa að ótal viðburðum sem lífga upp á hversdag bæjarbúa.


Hallgrímur Jónasson

Fótboltatímabilið byrjaði ekki eins og KA menn höfðu ímyndað sér og töluvert var rætt og ritað um starf þjálfarans Hallgríms Jónassonar síðastliðið vor. Hallgrímur og KA liðið sneru við genginu og náðu sögulegum árangri þegar liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögunni.


Brynja Harðardóttir Tveiten

Listakonan Brynja Harðardóttir Tveiten hefur staðið fyrir listsýningunni Glugginn í Hafnarstræti 88 sem hefur lífgað upp á Hafnarstrætið og veitt öllum sem þar ganga um kleyft að njóta listsköpunar hennar.


Ármann Ketilsson

Ármann er yfirþjálfari krílahópa hjá fimleikadeild KA. Á árinu var hann kjörinn fimleikaþjálfari ársins af Fimleikasambandi Íslands

„Ármann hefur unnið í fjöldamörg ár sem yfirþjálfari krílahópa og erum við heldur betur í skýjunum með hans frábæra starf. Líklega hafa allir núverandi iðkendur fimleikadeildar KA byrjað sem kríli og fengið fimleikabakteríuna frá krílatímanum. Við óskum Ármanni innilega til hamingju með þennan mikla heiður,“ sagði á vef KA þegar Ármann var kjörinn fimleikaþjálfari ársins.


Norðurhjálp

Guðbjörg Thorsend, Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir, Stefanía Fjóla Elísdóttir og Anna Jóna Viggósdóttir stóðu saman að stofnun Norðurhjálpar og var það ákveðið strax í upphafi að aldrei skyldi borga neinni þeirra laun.Norðurhjálp leggur sig fram um að styrkja einstaklinga og fjölskyldur á Norðurlandi sem þurfa á aðstoð að halda. Flestir styrkirnir eru gefnir sem Bónuskort og því nýttir í matvæli en einnig hefur Norðurhjálp styrkt fólk um húsgögn, föt og aðrar nauðsynjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó