NTC

Sunna Björgvinsdóttir er íshokkíkona ársins 2024

Sunna Björgvinsdóttir er íshokkíkona ársins 2024

Sunna Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2024 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Sunna hefur síðustu ár leikið í Svíþjóð en er alin upp hjá Skautafélagi Akureyrar. Undir þeirra merkjum lék Sunna um árabil þar til hún flutti til Svíþjóðar og hefur leikið þar undanfarin misseri með Sodertelje SK með framúrskarandi árangri. Sunna verður á lánssamningi frá Sodertelje SK til Leksand á komandi vikum leikandi í efstu deild í Svíþjóð. 

Sunna var fyrst valin í landslið Íslands 2015 og hefur verið lykil leikmaður í liðinu síðan eða um níu ára skeið. Liðið hefur verið á góðri siglingu þessi ár og er í 28 sæti á heimslista Alþjóða íshokkísambandsins. Með liði sínu Sodertelje SK lék Sunna 22 leiki á síðasta tímabili og skoraði í þeim 12 mörk og átti 21 stoðsendingu.  Glæsilegur árangur!

„Sunna er einstaklega jákvæð, góður liðsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iðkenda. Sunna hefur sýnt það að hún er liði sínu og landsliði ávallt til sóma hvort sem það er í leik eða utan hans. Íshokkísamband Íslands óskar Sunnu innilega til hamingju með titilinn Íshokkíkona ársins 2024,“ segir í tilkynningu Íshokkísambands Íslands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó