NTC

Iðunn Mathöll opnar á Glerártorgi á morgun

Iðunn Mathöll opnar á Glerártorgi á morgun

Iðunn Mathöll mun formlega opna á Glerártorgi klukkan 11:30 á morgun, laugardaginn 21. desember.

Sex veitingastaðir eru í mathöllinni. Mathöllin mun opna klukkan 11:30 og gengið verður út frá því að hafa opið til klukkan um það bil níu eða tíu á kvöldin. Veitingastaðirnir sex eru eftirfarandi:

  • Lacuisine, sem er franskt bistro
  • Oshi, þar sem boðið er upp á sushi
  • Retro chicken, þar sem djúpsteiktur kjúklingur er á boðstólum
  • Fuego taqueria, sem er mexíkanskur veitingastaður
  • Strýtan, sem er kaffihús og kokteilabar með skandinavísku ívafi
  • Pizza Popolare, sem líkt og nafnið gefur til kynna er pizzastaður

Guðmundur Gunnar Pétursson, sem er einn af framkvæmdarstjórum hallarinnar ásamt Aroni Frey Lárussyni, segir í samtali við Kaffið að verkefnið sé afar metnaðarfullt. Á sumum veitingastöðum segir hann að verið sé að prófa nýja hluti og aðrir séu nú þegar margverðlaunaðir á sínum sviðum.

Sambíó

UMMÆLI