Gæludýr.is

Sjö sýktir af salmonellu á SAkMynd/FSA

Sjö sýktir af salmonellu á SAk

Fimm starfsmenn og tveir sjúklingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa greinst með salmonellu undanfarna daga og einn hefur verið lagður inn á sjúkrahúsið, RÚV greindi frá.

Stjórnendur spítalans, sóttvarnarlæknir, Matvælastofnun og fleiri hafa fundað vegna smitanna og smitrakning stendur yfir. Það er til skoðunar um hvort er að ræða um hópsýkingu á spítalanum því salmonellusýkingar tengjast oft neyslu mengaðra matvæla.

„Salmonella veldur oftast einkennum í meltingarfærum í fjóra til fimm daga, þau helstu eru hiti, kviðverkir og niðurgangur. Stjórnendur SAk segja að töluvert sé um aðrar umgangspestir og þungt að manna deildir þessa dagana.“

Hægt er að nálgast upplýsingar/ráðleggingar frá Landlækni hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó