Íþróttabandalag Íslands á 80 ára afmæli í dag. ÍBA er íþróttahérað íþróttafélaga á Akureyri og er eitt 25 íþróttahéraða innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), er aðili að Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) og er tengiliður íþróttafélaganna við bæjaryfirvöld. ÍBA gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar á Akureyri gagnvart opinberum aðilum og vinnur að styrkingu og uppbyggingu íþróttastarfsemi héraðsins. Innan ÍBA eru 20 aðildarfélög og tæplega 50 íþróttagreinar eru í boði fyrir iðkendur. Þetta kemur fram á vefsíðu ÍBA, þar segir einnig:
„Þann 7. desember var haldin glæsileg íþróttahátíð í tilefni afmælisins þar sem íþróttafélögin okkar voru í sviðsljósinu og fengu gestir og gangandi að prufa hinar ýmsu íþróttagreinar sem eru í boði í bænum. Við erum þakklát þeim íþróttafélögum sem tóku þátt og gerðu hátíðina að veruleika.“
„Við erum stolt af samheldninni hjá íþróttafélögunum í bænum, erum alltaf að reyna að bæta það sem hægt er að bæta og gerum við það í góðu samstarfi við Akureyrarbæ.“
UMMÆLI