Opnunartími Jólatorgsins á Ráðhústorgi framlengdur

Opnunartími Jólatorgsins á Ráðhústorgi framlengdur

Opnunartími Jólatorgsins á Ráðhústorgi hefur verið framlengdur. Opið verður um helgina, á laugardag og sunnudag frá klukkan 14 til 17 og á Þorláksmessu klukkan 18 til 22.

„Í fallega skreyttum jólahúsum verður boðið upp á fjölbreyttan hátíðarvarning, og skemmtileg dagskrá mun gleðja gesti á öllum aldri. Hér er brot af því sem verður að gerast í miðbænum þessa síðustu daga fyrir jól,“ segir á Akureyri.is

Dagskrá laugardaginn 21. desember:

  • Kl. 14.00: Söluaðilar eru með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum. 
  • Kl. 14.00: Jólalegur sölublás fyrir utan Vamos. 
  • Kl. 14.30: Hvolpasveitin kemur í heimsókn á Jólatorgið.
  • Kl. 15.00: Kirkjukór Akureyrarkirkju syngur við verslunina Centro.
  • Kl. 15.30: Jólasveinarnir mæta í Pennann.

Dagskrá sunnudaginn 22. desember:

  • Kl. 14.00: Söluaðilar eru með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum.
  • Kl. 14.30: Hvolpasveitin mætir aftur.
  • Kl. 15.15: Jólasveinarnir heimsækja Jólatorgið.
  • Kl. 16.00: Kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju opnaðar.

Dagskrá Þorláksmessu:

  • Kl. 18.00-22.00: Söluaðilar eru með jólalegan varning í skreyttum jólahúsum.
  • Kl. 20.30-20.55: Tónlistarmennirnir Villi og Dandri flytja nokkur lög.
  • Kl. 21.00-21.20: Kirkjukór Akureyrarkirkju skapa hátíðlega stemningu. 

Allar upplýsingar um Jólatorgið má finna á www.jolatorg.is.

Til baka

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó