Nýju kirkjutröppurnar opnaðar á sunnudaginn

Nýju kirkjutröppurnar opnaðar á sunnudaginn

Nýju kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju verða opnaðar sunnudaginn 22. desember næstkomandi klukkan 16. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

„Að lokinni hátíðlegri athöfn er bæjarbúum boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju. Öll eru hjartanlega velkomin,“ segir í tilkynningunni.

Tröppurnar hafa verið lokaðar síðan í byrjun sumars 2023 en upphaflega stóð til að viðgreðin yrði kláruð strax um haustið 2023. Opnuninni hefur svo verið frestað tvisvar í viðbót síðan þá.

„Kirkjutröppurnar eru stór hluti af bæjarmynd Akureyrar og Akureyrarkirkja eitt helsta kennileiti bæjarins. Akureyrarbær þakkar bæjarbúum biðlundina og skilninginn sem þeir hafa sýnt meðan unnið hefur verið að endurbótum á kirkjutröppunum, þrátt fyrir ófyrirséðar hindranir sem tafið hafa verkið frá upphaflegri áætlun,“ segir á Akureyri.is.

Sambíó

UMMÆLI