Jói Pé og Króli skrifa söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar 

Jói Pé og Króli skrifa söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar 

Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Eftir mögnuð viðbrögð við sýningunni Jóla Lóla, sem nú er sýn við miklar vinsældir í Samkomuhúsinu, hafa þeir félagar ákveðið að setja markið enn hærra og skrifa söngleik í fullri lengd.

Bergur Þór Ingólfsson leikhússtjóri mun skrifa verkið með þeim en hann skrifaði einnig Jóla Lólu í samstarfi við Kristinn Óla (Króla), Urði Bergsdóttur og Hjalta Rúnar Jónsson. Jóla Lóla var fyrsta tónlistarstjórnarverkefni Jóhanns Damian (Jóa Pé) í atvinnuleikhúsi og hefur fengið mjög góðar viðtökur á Spotify. Kristinn Óli (Króli) hefur leikið sín stærstu hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar en hann var Tóti Tannálfur í Benedikt búálfi, Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni og leikur nú þrjú hlutverk í fjölskyldusýningunni um Jóla Lólu.

Bergur Þór segir að Það sé ekki á hverjum degi sem ráðist sé í gerð nýs söngleiks og mikið fagnaðarefni að jafn hæfileikaríkir listamenn og Jói Pé og Króli ætli að vinna þetta með Leikfélaginu, söngleikir hafa líka farið mjög vel í Norðlendinga undanfarin ár og að hann sé ekki í vafa um að þetta samstarf verði jafn mikið ævintýri og fyrri verkefni og er handviss um að eitthvað frábært komi út úr þessu.

Báðir hafa þeir tengingar norður þar sem rætur þeirra liggja og því liggur það í augum uppi að frumsýna þennan söngleik fyrir norðan. Kristinn Óli er ættaður úr Svarfaðardal og Jói Pé er ættaður frá Siglufir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó