beint flug til Færeyja

Ný inniaðstaða GA vígð og kylfingur ársins tilkynnturMynd/GA

Ný inniaðstaða GA vígð og kylfingur ársins tilkynntur

Ný inniaðstaða á Jaðri var formlega opnuð þann 14. desember, Halldór M. Rafnsson, heiðursfélagi GA, ásamt Huldu Bjarnadóttur, forseta GSÍ, klipptu á rauða borðann. Í inniaðstöðunni eru sex golfhermar sem hægt er að nota allan ársins hring. Einnig veitti Ólafur Auðunn Gylfason, golfkennari GA, Háttvísisbikar GA og tilkynnti hverjir væru kven- og karlkylfingur GA ásamt kylfingi ársins.

Bryndís Eva Ágústsdóttir hlaut háttvísisbikar GA, Bryndís sinnir öllu sem viðkemur æfingum og keppni af miklum metnaði og samviskusemi. Hún er kurteis, sýnir öllum virðingu á vellinum, hlustar vel og er óhrædd við að spyrja spurninga. Hún er að öllu leiti til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og að framfylgja því sem beðið er. Hún hefur orðið Íslandsmeistari í höggleik í sínum aldursflokki undanfarin tvö ár og var valin í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sumar þegar hún fór á EM liða með u18 ára liði Íslands. Nú á haustmánuðum var hún valin í landsliðshóp GSÍ,“ segir á vefsíðu GA. Þar kemur einnig fram:


Andrea Ýr Ásmundsdóttir er kvenkylfingur GA 2024. Andrea er á sínu lokaári hjá Elon háskólanum í Bandaríkjunum og hefur verið þar undanfarna fjóra vetur. Hún hafnaði í 10.sæti í Íslandsmótinu í höggleik í sumar og og komst í gegnum niðurskurð á Íslandsmótinu í holukeppni en féll úr í 16 manna úrslitum. Hún endaði í 8.sæti á stigalista GSÍ í kvennaflokki og varð Akureyrarmeistari í golfi. Andrea fór fyrir liði GA í 2. deild kvenna sem sigraði og keppir því með sveit GA í efstu deild á næsta ári. Hún endaði sumarið með +0,8 í forgjöf og er félagsmönnum og kylfingum GA góð fyrirmynd. Hún er kurteis, auðmjúk og sýnir þjálfurum, starfsfólki GA, kylfingum og golfvellinum mikla virðingu. Hún hefur um árabil sýnt mikinn metnað og dugnað og hefur verið mikill drifkraftur í kvennastarfi GA.


„Veigar Heiðarsson er kylfingur GA 2024 en Veigar hefur verið í unglingalandsliðshóp GSÍ undanfarin ár og var núna í haust valinn í landsliðshóp karla fyrir 2025.Veigar tók þátt í sex af sjö GSÍ unglingamótum í sumar og sigraði fimm þeirra. Hann varð íslandsmeistari í höggleik þar sem hann sigraði með sjö högga mun, einnig varð hann íslandsmeistari í holukeppni og stigameistari. Hann hafnaði í 18.sæti í karlaflokki á íslandsmótinu í höggleik og tók þátt í 5 mótum erlendis á árinu þar sem hann endaði 14. sæti á German Boys og vann alla sína leiki með U18 liði Íslands í 1. deild á Evrópumóti landsliða. Hann spilaði á The Amateur sem er eitt tveggja sterkustu áhugmannamóta Evrópu í einstaklingskeppni og keppti einnig á British Boys þar sem hann endaði í 4. sæti í höggleiknum en tapaði í 64 manna úrslitum í holukeppni. Hann keppti með 18 ára sveit GA sem endaði í 2. sæti á Íslandsmóti golfklúbba og með karlasveit GA sem lenti í 4.sæti í 1. deild.Lægst fór Veigar í 494 sæti í sumar á heimslista áhugamanna og endaði sumarið með +3,6 í forgjöf. Hann leggur gríðarlega mikið á sig við æfingar og sleppir aldrei æfingum. Hann ber tilfinningarnar utan á sér og er mikill keppnismaður. Hann er okkar yngri kylfingum og öðrum meistaraflokkskylfingum mikil og góð fyrirmynd hvað dugnað og vilja varðar.

Sambíó

UMMÆLI