Þórsarar töpuðu gegn ÁrmenningumMynd/Þór - Páll Jóh.

Þórsarar töpuðu gegn Ármenningum

Körfuboltalið Þórs tapaði í gærkvöldi í Höllinni þegar toppliði 1. deildar, Ármann, var í heimsókn.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með og okkar menn fóru með forystu í hálfleikinn en í þriðja leikhluta tóku Ármenningar öll völd á vellinum og sigldu að lokum nokkuð öruggum sigri í höfn; lokatölur 63-85, Ármanni í vil,“ segir á vefsíðu Þór.

Næsti leikur er heimaleikur gegn Selfossi þann 10. janúar næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó