Glitský yfir Eyjafirði í morgun – MYNDIRLjósmyndir: Eva Grétarsdóttir.

Glitský yfir Eyjafirði í morgun – MYNDIR

Myndirnar sem fylgja þessari frétt bárust Kaffinu frá Evu Grétarsdóttur, Akureyringi sem tók þær á Blómstursvöllum um klukkan 10:30 í morgun. Myndirnar sýna glitský á himni yfir Eyjafirði.

Glitský eru heldur sjaldgæft veðurfyrirbrigði sem mynda gífurfagurt sjónarspil á himni. Glitský myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu og sjást þess vegna frekar hér á norðurhveli jarðar, sérstaklega um hávetur. Áhugasamir geta nálgast frekari fróðleik um glitský hjá Veðurstofu Íslands með því að smella hér.

Í samtali við fréttaritara segist Eva ekki vera neitt sérstaklega hæfileikaríkur ljósmyndari og segir það hreina heppni að hafa náð svona góðum myndum af þessu undurfagra fyrirbæri. Hún rak augun í glitskýin á daglegri morgungöngu sinni með hundinn sinn og tók myndirnar með símanum sínum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó