beint flug til Færeyja

Nýjar kirkjutröppur vígðar á aðfangadag

Nýjar kirkjutröppur vígðar á aðfangadag

Akureyringar geta reiknað með því að fá að ganga upp nýjar kirkjutröppur við Akureyrarkirkju á aðfangadag í ár. Talsverðar tafir hafa orðið á viðgerð á tröppunum en nú sér fyrir endan á framkvæmdum. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef RÚV.

Tröppurnar hafa verið lokaðar síðan í byrjun sumars 2023 en upphaflega stóð til að viðgreðin yrði kláruð strax um haustið 2023. Opnuninni hefur svo verið frestað tvisvar í viðbót síðan þá.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Akureyrarbæ verða tröppurnar vígðar fyrir jólamessuna á aðfangadag. Bæjarbúar mega því reikna með hátíðlegri aðkomu að kirkjunni en í fyrra þegar þeim gefst kostur á að taka fyrstu skrefin upp nýjar kirkjutröppur.

Ítarleg umfjöllun er á RÚV.is hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó