Viðurkenna ekki bótaskyldu á SiglufirðiMynd/Sigríður Oddný Baldursdóttir

Viðurkenna ekki bótaskyldu á Siglufirði

Bæjarráð Fjallabyggðar harmar mjög niðurstöðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands þar sem bótaskylda er ekki viðurkennd sem getur vart talist annað en óskiljanleg niðurstaða í ljósi þeirra aðstæðna sem voru uppi á Siglufirði 23.-24. ágúst. Þetta kemur fram á trolli.is, en kemur meðal annars fram í fundarboði 855. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem fylgdu minnisblöð og samantektir Náttúruhamfaratrygginga Íslands vegna tjónstilkynningar Fjallabyggðar til NTÍ.

Bæjarstjóra er falið að koma andmælum sveitarfélagsins á framfæri sem og kanna réttarstöðu þess.

Sambíó

UMMÆLI