Þórsarar á toppinn eftir sjöunda sigurinn í röð

Þórsarar á toppinn eftir sjöunda sigurinn í röð

Handboltalið Þórs vann sterkan sigur á liði Víkings í toppslag í Grill66 deild karla í handbolta um helgina. Þórsarar endurheimtu toppsæti deildarinnar með sigrinum og hafa nú unnið sjö leiki í röð.

Leiknum lauk með 32:26 sigri Þórsara sem voru í hefndarhug en Víkingur er eina liðið sem hefur unnið Þór í vetur, í fyrsta leik tímabilsins. Þórsarar eru eftir sigurinn með 14 stig eftir átta leiki, jafnmörg stig og Selfoss sem hefur þó spilað níu leiki.

Brynjar Hólm var valinn maður leiksins eftir frábæra frammistöðu þar sem hann stóð frábæra vörn ásamt því að skora 9 mörk.

Þór á einn leik eftir fyrir langt jólafrí en strákarnir heimsækja Val 2 næstu helgi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó