116.7 km syntir í átakinu Syndum

116.7 km syntir í átakinu Syndum

Í tilkynningu frá Eyjafjarðarsveit segir að í nóvember hafi farið fram átakið Syndum á vegum ÍSÍ en því er ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar. Í íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit lágu skráningarblöð frammi í afgreiðslunni þar sem þátttakendur skráðu vegalengdina sem synt var hverju sinni.

Alls voru það 33 einstaklingar sem skráðu sundferðir og tveir af þeim fóru 20 sinnum í laugina á tímabilinu. Samtals voru syntir 116.7 kílómetrar og voru m.a. þrír einstaklingar sem lögðu meira en 10 km að baki hver.

VG

UMMÆLI

Sambíó