Ný uppfærsla á íbúaappi Akureyrarbæjar

Ný uppfærsla á íbúaappi Akureyrarbæjar

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að ný uppfærsla sé komin af íbúaappi bæjarins og er það nú fáanlegt á bæði iPhone og Android snjalltæki.

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæðasjóð, stöðvunarbrotagjald og biðja um endurupptöku í appinu. Einnig er komin inn tilkynningarvirkni, sem þýðir að íbúar geta hakað við ákveðna málaflokka og fengið tilkynningar í símann. 

Í appinu er jafnframt að finna ábendingargátt, sem gefur fólki kost á að senda sveitarfélaginu ábendingu um það sem betur má fara, og rafrænt gámakort, sem kemur í stað klippikortanna. Gömlu pappakortin verða þó áfram í gildi fyrir þau sem það vilja. Hér eru ítarlegar leiðbeiningar um notkun rafræna gámakortsins í appinu.

Ábendingar um virkni appsins má senda í gegnum gáttina í appinu sjálfu eða á heimasíðunni.

VG

UMMÆLI

Sambíó