SKA veitir Bellubikarinn í fyrsta skiptiMynd/SKA

SKA veitir Bellubikarinn í fyrsta skipti

SKA tilkynnti í gær að Bellubikarinn hafi verið veittur í fyrsta sinn á haustfundi sínum þann 28. nóvember.

Íþróttakona SKA 2024 var Árný Helga Birkisdóttir en hún varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára með hefðbundinni aðferð og göngutvíkeppni. Hún varð önnur í bikarkeppni SKÍ í kvennaflokki sem og í flokki 17-18 ára.

Íþróttakarl SKA 2024 var Ævar Freyr Valbjörnsson en hann varð Íslandsmeistari í flokki 19-20 ára með hefðbundinni- og frjálsri aðferð, göngutvíkeppni og í sprettgöngu. Hann fékk brons í tveimur einstaklingsgöngum og silfur í sprettgöngu. Ævar varð bikarmeistari SKÍ í karlaflokki sem og í flokki 19-20 ára.

VG

UMMÆLI