Smith & Norland gefur rafdeild VMA góða gjöfMynd/VMA - Við afhendingu skápanna. Frá vinstri: Björn Hreinsson kennari, Jón Ólafur Halldórsson vörustjóri hjá Smith & Norland, Guðmundur Geirsson kennari og Kári Kolbeinsson deildarstjóri hjá Smith & Norland.

Smith & Norland gefur rafdeild VMA góða gjöf

Jón Ólafur Halldórsson vörustjóri og Kári Kolbeinsson deildarstjóri hjá Smith & Norland fóru í heimsókn í skólann og færðu rafdeild VMA að gjöf tuttugu stýrikassa.

„Guðmundur Geirsson kennari í rafiðngreinum segir það hafa verið mikla og góða himnasendingu að fá þessa stýrikassa frá Smith & Norland. Þeir nýtist sérstaklega vel í áfanganum Raflagnir 5, næst síðasta raflagnaáfanganum í náminu í rafvirkjun, en þar er farið í eitt og annað sem tengist raflögnum og töflusmíði. Rafdeild átti tíu slíka skápa en Smith & Norland gaf henni tuttugu kassa til viðbótar. Þetta segir Guðmundur að breyti öllu í kennslunni því í stórum námshópum geti nú allir nemendur unnið með sinn stýrikassa,“ segir á vef skólans.

Jón Ólafur þekkir sérstaklega vel til rafdeildar VMA því auk þess að starfa hjá Smith & Norland er hann formaður sveinsprófsnefndar í rafvirkjun. Hann er því fastagestur í skólanum þegar verðandi rafvirkjar þreyta sveinspróf.

VG

UMMÆLI

Sambíó