Framsókn

KA sigraði Leikni F. í Kjarnafæðismótinu

KA tók á móti Leikni F. í Kjarnafæðismótinu í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Frosti Brynjólfsson kom KA yfir strax á 13. mínútu og Elfar Árni Aðalsteinsson tvöfaldaði forystu heimamanna á 28. mínútu.

Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði svo þriðja mark leiksins á 39. mínútu og staðan því 3-0 í hálfleik.

Heimamenn gerðu margar skiptingar í síðari hálfleik en hvorugu liðinu tókst að skora og niðurstaðan því 3-0 fyrir KA.

KA lauk þar með keppni í Kjarnafæðismótinu með 13 stig, 4 sigrar og 1 jafntefli og markatöluna 29 – 3.

KA er því á toppi A-deildarinnar, þremur stigum á undan Þórsurum sem leika á morgun við Tindastól sem hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa. En Þórsarar þurfa að vinna leikinn með 21 marki til að komast upp fyrir KA á markatölu, sem verður að teljast afar ólíklegt. KA menn unnu Tindastól fyrr í mótinu 12-0.

Staðan

VG

UMMÆLI