Framsókn

Ekki vinnsluskylda í Grímsey

Ekki vinnsluskylda í Grímsey

Reglu­gerð sem gera á Byggðastofn­un mögu­legt að út­hluta sér­tæk­um byggðakvóta til út­gerða í Gríms­ey var und­ir­rituð í síðustu viku, en málið hef­ur að und­an­förnu verið til skoðunar í mat­vælaráðuneyt­inu. Þetta kemur fram á mbl.is, auk þess segir þar að „Vinnsluskyldu verður létt af Grímseyingum og slæging látin duga sem opnar á að útgerðir í eynni fái úthlutaðan sértækan byggðakvóta.

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra og starf­andi mat­vælaráðherra, setti reglu­gerðina.

„Við ákváðum að gera reglu­gerðarbreyt­ingu sem myndi gera Byggðastofn­un mögu­legt að eiga áfram sam­starf við Gríms­ey­inga, gegn því að þar væri lönd­un­ar­skylda og vinnslu­skylda upp að ein­hverju marki,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Án þess­ar­ar reglu­gerðarbreyt­ing­ar hefði Byggðastofn­un ekki getað haldið sam­starf­inu áfram. Við von­umst til þess að þetta geti stutt við byggðina í Gríms­ey og nú er bolt­inn hjá Byggðastofn­un og það þarf að sjá hvernig úr því spil­ast,“ seg­ir Bjarni.

VG

UMMÆLI

Sambíó