Fimmtudaginn 7. nóvember munu félagsmenn Kennarasambands Íslands á Akureyri og nágrenni safnast saman og fara í samstöðugöngu.
Þetta er gert vegna kjaradeilu KÍ við viðsemjendur. Gangan hefst við Rósenborg kl. 16:45 og endar á Ráðhústorgi. Þar munu taka til máls Jónína Hauksdóttir varaformaður KÍ, Daníel Freyr Jónsson kennari í VMA og Hólmfríður Þorgeirsdóttir kennari í Lundarskóla á Akureyri.
Með þessari göngu viljum við hvetja til þess að samningar náist sem fyrst og með þátttöku sýnum við það í verki.
Öll sem styðja það eru velkomin í gönguna svo sem foreldrar, nemendur og aðrir sem styðja kennara og þá kröfu KÍ að fjárfesta í kennurum.
UMMÆLI