Framsókn

Gerum betur, námskeið haldið fyrir þá sem starfa innan Skautahallarinnar

Gerum betur, námskeið haldið fyrir þá sem starfa innan Skautahallarinnar

Í gærkvöldi fór fram námskeið í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni þar sem starfsfólk, þjálfarar, stjórnarfólk og helstu sjálfboðaliða þvert á deildir fengu kennslu og þjálfun í samskipafærni og menningarlæsi hvar útgangspunkturinn er að aukinn skilningur auki umburðarlyndi og virðingu. Fyrirlesturinn eru fyrstu skrefin í átt að betra og bættara andrúmslofti í félaginu og hjálpa okkur að gera betur í síbreytilegu samfélagi. Þetta kemur fram á vefsíðu SA einnig segir þar:

Ástæðan fyrir fyrirlestrinum er sú að öll höfum við orðið vör við aukningu í fjölda ofbeldismála og hatursorðræðu í samfélaginu og stór íþróttafélög eins og við förum ekki varhluta af því, enda þverskurður af samfélaginu innan okkar raða. Kannski höfum við í íþróttahreyfingunni sofið á verðinum og ekki gert nóg til að sporna við þessari þróun. Með aukinni fjölmenningu og breyttu samskiptamynstri drifinni áfram af tækniþróuninni hefur nauðsyn fræðslu í samskiptum sennilega aldrei verið mikilvægari.

Námskeiðið hélt Margrét Reynisdóttur frá Gerum betur og hefur yfir 20 ára reynslu á þessu sviði en námskeiðið samanstóð af fræðslu, hópavinnu, umræðum og leikjum svo þátttakendur fengu tækifæri til að upplifa áhrif mismunandi framkomu og samskipta á eigin skinni.

Námskeiðið var fyrsta skrefið í vinnu sem félagið er farið af stað með til þess að auka virðingu og umburðarlyndi innan félagsins og fer nú boðskapurinn áfram í gegnum allar deildir og alla aldursflokka félagsins á næstu misserum.

VG

UMMÆLI